Beint ß lei­arkerfi vefsins
Fara ß forsÝ­u

A­alfundur Sparisjˇ­s Vestmannaeyja fyrir ßri­ 2010 - FrÚttir

11.4.2011

A­alfundur Sparisjˇ­s Vestmannaeyja fyrir ßri­ 2010

Aðalfundur Sparisjóðs Vestmannaeyja fyrir starfsárið 2010 var haldinn fimmtudaginn 31. mars 2011.

┴ aðalfundinum kom fram að hagnaður síðasta árs nam 858 milljónum króna. Samkvæmt efnahagsreikningi nema eignir sparisjóðsins 13,9 milljörðum króna og er bókfært eigið fé í árslok 2010 rúmur 1 milljarður króna. Eiginfjárhlutfall var í árslok 2010 um 16,6%.

Fjárhagslegri endurskipulagningu Sparisjóðs Vestmannaeyja lauk í desember 2010. Samtals nam eftirgjöf skulda um 1.454 milljónum krónum sem færðar voru til tekna.

Aðalfundur staðfesti ársreikning félagsins. Ákveðið var að greiða ekki út arð árið 2011 vegna starfsemi ársins 2010.

Gerð var breyting á 4. gr. samþykkta sparisjóðsins varðandi stofnfé, þar sagði að stofnféð væri 100.000.000 og skiptist í jafnmarga hluti að nafnverðsfjárhæð 1 króna, stofnféð er nú 1.004.483.000 hlutir og var samþykktunum breytt til samræmis. Í 4. gr. voru einnig ákvæði um heimildir til aukningar stofnfé en þær heimildir hafa nú allar verið nýttar og voru ákvæðin því felld úr textanum.

Bankasýsla ríkisins fer með 55,3% eignarhlut ríkisins í Sparisjóði Vestmannaeyja og tilnefnir þrjá stjórnarmenn. Þeir eru skipaðir að tillögu Valnefndar Bankasýslunnar. Af hálfu Bankasýslu ríkisins voru Kristín Guðmundsdóttir, Stefán S. Guðjónsson og Þorbjörg Inga Jónsdóttir skipuð í stjórn, varamenn þeirra eru Trausti Harðarson, Jónína B. Bjarnadóttir og Halldór Halldórsson. Aðrir stjórnarmenn eru Hörður Óskarsson og Rut Haraldsdóttir. Aðrir varamenn eru Jóna Sigríður Guðmundsdóttir og Elís Jónsson.

Kristín Guðmundsdóttir útskrifaðist sem viðskiptafræðingur af endurskoðunarsviði frá Háskóla Íslands árið 1980. Kristín starfar sem forstjóri Skipta hf. Áður starfaði hún sem fjármálastjóri Símans hf. og Skipta hf. og var fjármálastjóri Granda hf. á árunum 1994-2002. Á árunum 1990-1994 var Kristín forstöðumaður reikningshalds og áætlana í Íslandsbanka og forstöðumaður fjármálasviðs Iðnaðarbanka Íslands hf. 1985-1990. Hún var innri endurskoðandi Iðnaðarbanka Íslands hf. 1980-1985 og skrifstofustjóri í Grensásútibúi Iðnaðarbankans á árunum 1974-1979.

Stefán S. Guðjónsson stundaði nám í markaðsfræðum við College for the Distributive Trades í London 1975-1978 og lauk prófi í viðskiptafræði frá Háskóla Íslands árið 1986. Einnig lauk hann prófi í verðbréfaviðskiptum árið 2001. Stefán hefur starfað sem forstjóri heildverslunarinnar John Lindsey frá árinu 2002. Stefán var framkvæmdastjóri Félags íslenskra stórkaupmanna (síðar Samtaka verslunarinnar) frá 1991 til 2001 og samhliða því einnig framkvæmdastjóri Íslensk-kínverska viðskiptaráðsins frá 1995-2001. Hann var framkvæmdastjóri Fjárfestingarsjóðs stórkaupmanna frá 1989 til 2001 og starfaði m .a. á skrifstofu Verslunarráðs Íslands á árunum 1989-1991. Áður var hann viðskiptafræðingur hjá Félagi íslenskra stórkaupmanna.

Ůorbjörg Inga Jónsdóttir útskrifaðist sem lögfræðingur frá Háskóla Íslands árið 1993. Þorbjörg Inga hefur einnig hlotið diploma í alþjóðarétti frá Háskólanum í Helsinki og mannúðarétti frá alþjóðaráði Rauða krossins. Hún stundaði einnig viðskipta- og rekstarnám hjá Endurmenntunarstofnunar Háskóla Íslands á árunum 1997-2000. Þorbjörg Inga hefur starfað sem hæstaréttarlögmaður á Lagaþingi, eigin lögmannstofu, frá árinu 2001 og verið stundakennari í kröfurétti o.fl. við Háskólann á Bifröst frá 2007. Hún var framkvæmdastjóri Fasteignasölu Mosfellsbæjar 1998-2001. Á árunum 1996-2001 var hún héraðsdómslögmaður hjá Lögbæ, en hún var einnig eigandi þeirrar stofu. Þorbjörg Inga starfaði sem lögfræðingur hjá Vinnumálaskrifstofu félagsmálaráðuneytis á árunum 1992-1996.

Fundurinn ákvað að laun stjórnarmanna yrðu óbreytt frá fyrra ári.

Endurskoðunarfélag var kosið Ríkisendurskoðun.

Nánari upplýsingar veitir: Elín Jónsdóttir, forstjóri Bankasýslu ríkisins,
sími: 550-1700/856 5540
á