Beint ß lei­arkerfi vefsins
Fara ß forsÝ­u

Sparisjˇ­ur Nor­fjar­ar - s÷luferli - FrÚttir

16.9.2011

Sparisjˇ­ur Nor­fjar­ar - s÷luferli

Fyrirtækjaráðgjöf H.F. verðbréfa hefur til sölumeðferðar, fyrir hönd stjórnar í umboði stofnfjáreiganda, allt stofnfé Sparisjóðs Norðfjarðar. Ákvörðun um að auglýsa skyldi allt stofnfé sjóðsins í opnu söluferli var tekin á stofnfjárhafafundi þann 18. ágúst síðastliðinn. Bankasýsla ríkisins fer með 49,5% af stofnfé sjóðsins fyrir hönd ríkissjóðs. Söluferlið er opið fjárfestum sem uppfylla hæfisskilyrði laga. Frá og með fimmtudeginum 15. september nk. geta áhugasamir fjárfestar nálgast samantekt um Sparisjóð Norðfjarðar og önnur gögn  vegna fyrirhugaðrar sölu hjá H.F. verðbréfum.