Beint á leiðarkerfi vefsins
Fara á forsíðu

Elín Jónsdóttir lætur af störfum - Fréttir

17.11.2011

Elín Jónsdóttir lætur af störfum

Elín Jónsdóttir lætur af störfum forstjóra Bankasýslu ríkisins 18. nóvember 2011 en hún sagði starfi sínu lausu í byrjun ágúst.

Staða forstjóra var auglýst laus til umsóknar 11. nóvember sl. og rennur umsóknarfrestur út 27. nóvember næstkomandi.

Karl Finnbogason, sérfræðingur hjá Bankasýslu ríkisins, hefur verið skipaður staðgengill forstjóra og mun gegna því hlutverki þar til nýr forstjóri verður ráðinn. Karl er hagfræðingur frá Háskóla Íslands með próf í verðbréfaviðskiptum og fjölbreytta reynslu sem starfsmaður fjármálafyrirtækja.

Nánari upplýsingar veitir Guðrún Ragnarsdóttir, stjórnarformaður Bankasýslu ríkisins, í síma 770-4121