Beint á leiðarkerfi vefsins
Fara á forsíðu

Aðalfundur Arion banka - Fréttir

13.6.2012

Aðalfundur Arion banka

Aðalfundur Arion banka fyrir starfsárið 2011 var haldinn 22. mars 2012. 
 
Á aðalfundi Arion banka voru eftirfarandi aðilar kosnir í stjórn: Agnar Kofoed-Hansen, sem er fulltrúi
Bankasýslu ríkisins, og Freyr Þórðarson, Guðrún Johnsen, Jón G. Briem, Måns Höglund og Monica
Caneman, sem eru fulltrúar Kaupskila ehf., sem fer með 87,0% eignarhlut. Varamenn voru kjörnir Björg
Arnardóttir, Guðjón Ólafur Jónsson, Guðrún Björnsdóttir, Hrönn Ingólfsdóttir, Kirstín Þ. Flygenring,
sem er fulltrúi Bankasýslunnar, og Þóra Hallgrímsdóttir.
 
Á fundinum voru samþykktar tillögur um að greiða ekki arð, um þóknun stjórnar og tillaga stjórnar um starfskjarastefnu. Bankasýsla ríkisins sat hjá í atkvæðagreiðslu um þóknun stjórnar, en aðrar tillögur voru samþykktar einróma.