Beint á leiðarkerfi vefsins
Fara á forsíðu

Aðalfundur Íslandsbanka - Fréttir

13.6.2012

Aðalfundur Íslandsbanka

Aðalfundur Íslandsbanka hf. fyrir starfsárið 2011 var haldinn þriðjudaginn 27. mars 2011. 
 
Á aðalfundi Íslandsbanka voru eftirfarandi aðilar kosnir í stjórn: Friðrik Sophusson formaður, Árni Tómasson, dr. Daniel Levin, John E. Mack, Kolbrún Jónsdóttir, Marianne Økland og Neil Graeme Brown. Er Kolbrún fulltrúi Bankasýslu ríkisins í stjórn bankans, en aðrir fulltrúar ISB Holding ehf., sem fer með 95,0% eignarhlut í bankanum. Varamenn voru kjörnir Baldur Pétursson, Brynjar Stefánsson, Eva Sóley Guðbjörnsdóttir, Jón Eiríksson, María E. Ingvadóttir, sem er fulltrúi Bankasýslunnar, María Guðrún Sigurðardóttir og Sigríður Hallgrímsdóttir.
 
Á fundinum voru samþykktar tillögur um að greiða ekki arð, um þóknun stjórnar og tillaga stjórnar um starfskjarastefnu. Bankasýsla ríkisins sat hjá í atkvæðagreiðslu um starfskjarastefnu, en aðrar tillögur voru samþykktar einróma. Þann 24. maí sl. sagði Kolbrún sig úr aðalstjórn bankans.