Beint á leiðarkerfi vefsins
Fara á forsíðu

Hluthafafundur Landsbankans hf. - Fréttir

16.4.2013

Hluthafafundur Landsbankans hf.

Hluthafafundur Landsbankans hf. var haldinn miðvikudaginn 27. mars sl.

Fundurinn var haldinn í tengslum við uppgjör Landsbankans hf. á skilyrtu skuldabréfi gagnvart LBI hf. og afhendingu hlutabréfa LBI á móti til ríkisins og Landsbankans. Fulltrúar Bankasýslunnar á fundinum voru Guðrún Ragnarsdóttir og Jón G. Jónsson, ásamt Pétri Guðmundarsyni, hæstarréttarlögmanni sem sat fundinn sem ráðgjafi Bankasýslunnar.

Á fundinum var eftirfarandi tillaga samþykkt samhljóða:

Samkvæmt FABIA-samningi (Framework and Bond Issuance Agreement), á milli Landsbanka Íslands hf. (nú LBI hf.), NBI hf. (nú Landsbankans hf.) og fjármálaráðuneytisins, sem undirritaður var 15. desember 2009, mun LBI hf. afhenda eignarhluti sína í Landsbankanum hf. annars vegar til ríkisins og hins vegar til Landsbankans hf., við útgáfu á skilyrtu skuldabréfi Landsbankans hf. til LBI hf.

Hluthafafundur samþykkir í samræmi við 55. gr. hlutafélagalaga nr. 2/1995 heimild þess efnis að Landsbankinn hf. eignist allt að 500  milljón eigin hluti að nafnverði. Móttöku hlutanna fylgir sú skuldbinding að hlutunum skuli ráðstafa til starfsmanna í samræmi við kaupaukakerfi, sem Landsbankinn hf. kemur á í samræmi við lög um fjármálafyrirtæki nr. 161/2002 og reglur Fjármálaeftirlitsins um kaupaukakerfi fjármálafyrirtækja, nr. 700/2011, og er samþykkt á sérstökum hluthafafundi, sbr. 5. gr. núgildandi starfskjarastefnu Landsbankans hf. Er öll önnur ráðstöfun þessara hluta óheimil nema með samþykki hluthafafundar.

Hér má nálgast fundargerðina í heild