Beint á leiðarkerfi vefsins
Fara á forsíðu

Aðalfundur Sparisjóðs Bolungarvíkur - Fréttir

27.6.2013

Aðalfundur Sparisjóðs Bolungarvíkur

Aðalfundur Sparisjóðs Bolungarvíkur fyrir starfsárið 2012 var haldinn þann 22. maí sl.

Á aðalfundinum kom fram að tap ársins nam 9,4 m.kr. Samþykkt var að greiða ekki út arð.

Nokkrar breytingar voru gerðar á samþykktum sjóðsins, m.a. um fækkun varamanna úr fimm í tvo.

Á fundinum var samþykkt tillaga stjórnar um lækkun stofnfjár úr kr. 668.185.600, í kr.  433.589.871 kr til jöfnunar taps sem ekki verður jafnað á annan hátt. Einnig var samþykkt tillaga um heimild til aukningar stofnfjár um allt að 110 m.kr., með áskrift nýrra jafnmargra stofnfjárhluta. Hið nýja stofnfé verður boðið Tryggingarsjóði Sparisjóða og/eða öðrum aðila/aðilum sem stjórn samþykkir og falla því stofnfjárhafar frá forgangi sínum til áskriftar. Af 110 m.kr. heimild hafa þegar verið nýttar 80 m.kr. og var Tryggingasjóður sparisjóða kaupandi þess stofnfjár. Jafnframt var samþykkt að afrit fundargerða aðalfundar skyldi send öllum stofnfjáreigendum að loknum aðalfundi.

Á fundinum voru eftirtaldir aðilar kosnir í stjórn: Ragnar Birgisson, Þorgeir Pálsson, María J. Rúnarsdóttir og Anna S. Jörundsdóttir, sem eru fulltrúar Bankasýslu ríkisins og Stefanía Birgisdóttir, sem er fulltrúi annarra stofnfjárhafa. Gísli Jón Hjaltason er varamaður fyrir hönd Bankasýslunnar og Runólfur K. Pétursson fyrir hönd annarra stofnfjárhafa.

Á fundinum var samþykkt starfskjarastefna fyrir sparisjóðinn, Ríkisendurskoðun var kosin sem endurskoðandi félagsins og samþykkt var að þóknun til stjórnarmanna verði k. 80.000 á mánuði, þóknun stjórnarformanns verði tvöföld laun stjórnarmanna og þóknun til varamanna verði kr. 35.000 fyrir hvern setinn fund.