Beint á leiğarkerfi vefsins
Fara á forsíğu

Upplısingar um sölumeğferğ eignarhluta í eigu Landsbankans hf - Fréttir

27.1.2016

Upplısingar um sölumeğferğ eignarhluta í eigu Landsbankans hf

Í framhaldi af upplýsingum sem nýlega hafa verið gerðar opinberar vegna sölu Landsbankans hf. á eignarhlut í Borgun hf. árið 2014 hefur stofnunin ákveðið að óska eftir upplýsingum af hálfu bankans um sölumeðferð eignarhluta, þ.m.t. sölu fyrrnefnds eignarhlutar.

Telur Bankasýsla ríkisins afar mikilvægt að hún verði upplýst um sölumeðferð eignarhluta af hálfu bankans í ljósi þess að hún fer með 98,2% eignarhlut ríkissjóðs í bankanum samkvæmt lögum, sérstaklega þar sem mikilvægt er að fyrrgreindar upplýsingar liggi fyrir áður en sölumeðferð á eignarhlutum ríkisins í bankanum geti hafist.

Meðfylgjandi er bréf Bankasýslu ríkisins til Landsbankans hf. dags. 26.01.2016