Beint á leiğarkerfi vefsins
Fara á forsíğu

Nı valnefnd skipuğ hjá Bankasıslu ríkisins - Fréttir

17.3.2016

Nı valnefnd skipuğ hjá Bankasıslu ríkisins


Með vísan til ákvæðis 7. gr. laga nr. 88/2009 um Bankasýslu ríkisins voru eftirtaldir einstaklingar skipaðir í valnefnd með bréfi dags. 11. mars sl. Þau eru, Auður Bjarnadóttir ráðgjafi hjá Capacent, Þórdís Ingadóttir dósent við lagadeild Háskólans í Reykjavík og Sigurður Þórðarson f.v. ríkisendurskoðandi, sem jafnframt er formaður nefndarinnar.

Samkvæmt fyrrgreindum lögum tilnefnir valnefndin einstaklinga fyrir hönd ríkisins sem rétt hafa til setu í bankaráðum eða stjórnum fyrirtækja á forræði stofnunarinnar. Valnefndin skal tryggja að í bankaráðum og stjórnum fjármálafyrirtækja sitji sem næst jafnmargar konur og karlar. Stjórn Bankasýslu ríkisins óskar hverju sinni formlega eftir tilnefningum valnefndar um stjórnarmenn fyrir stjórnarkjör í hlutaðeigandi bankaráðum eða stjórnum.

Valnefnd hefur þegar tekið til starfa.

Bankasýsla ríkisins mun fyrir hönd valnefndar auglýsa í dagblöðum og á heimasíðu Bankasýslu ríkisins eftir einstaklingum sem áhuga kunna að hafa á að taka sæti í stjórnum fjármálafyrirtækja sem íslenska ríkið fer með eignarhlut í.