Beint á leiðarkerfi vefsins
Fara á forsíðu

Kosning nýrra bankaráðsmanna Landsbankans - Fréttir

17.3.2016

Kosning nýrra bankaráðsmanna Landsbankans


Vegna sameiginlegrar yfirlýsingar fimm bankaráðsmanna Landsbankans vill Bankasýsla ríkisins taka eftirfarandi fram.

Með yfirlýsingunni liggur fyrir að stjórn Bankasýslu ríkisins mun kjósa a.m.k. fimm nýja bankaráðsmenn í Landsbankanum, þ. á m. formann bankaráðs.

Skipuð hefur verið ný valnefnd samkvæmt ákvæði 7. gr. laga nr. 88/2009 um Bankasýslu ríkisins. Sjá tilkynningu hér .

Stjórn Bankasýslu ríkisins mun nú óska formlega eftir tilnefningum valnefndar um nýja bankaráðsmenn og á næstu dögum auglýsa eftir einstaklingum til stjórnarsetu í fjármálafyrirtækjum. Stefnt er að kosningu bankaráðsmanna á fyrirhuguðum aðalfundi Landsbankans sem haldinn verður þann 14. apríl nk.

Af gefnu tilefni vill Bankasýsla ríkisins undirstrika að í samskiptum sínum við Landsbankann vegna Borgunarmálsins hefur hún staðið faglega að verki. Stofnunin stendur við allar athugasemdir sínar og yfirlýsingar fyrirsvarsmanna hennar í fjölmiðlum vegna málsins. Bankasýsla ríkisins bíður áfram efnislegra svara við bréfi sínu dagsettu 11. mars sl. vegna sölumeðferðar Landsbankans á eignarhlut í Borgun.