Beint á leiðarkerfi vefsins
Fara á forsíðu

Framboð í stjórn Íslandsbanka hf. - Fréttir

18.4.2016

Framboð í stjórn Íslandsbanka hf.

Bankasýsla ríkisins hefur tilkynnt um framboð eftirtaldra aðila í stjórn Íslandsbanka hf. fyrir aðalfund bankans þriðjudaginn 19. apríl. nk.

Sem aðalmenn eru tilnefnd Friðrik Sophusson, formaður, Árni Stefánsson, Anna Þórðardóttir, Auður Finnbogadóttir, Hallgrímur Snorrason, Heiðrún Jónsdóttir og Helga Valfells.

Sem varamenn eru jafnframt tilnefnd Herdís Gunnarsdóttir og Pálmi Kristinsson.