Beint á leiðarkerfi vefsins
Fara á forsíðu

Söluferli á eignarhlutum í Landsbankanum hf - Fréttir

3.5.2016

Söluferli á eignarhlutum í Landsbankanum hf

Með auglýsingu þann 20. janúar sl. óskaði Bankasýsla ríkisins eftir yfirlýsingum frá áhugasömum aðilum um mögulegt ráðgjafarhlutverk við fyrirhugaða sölu á eignarhlutum í Landsbankanum hf. Stofnunin hefur á undanförnum mánuðum farið vandlega yfir þær 17 yfirlýsingar sem bárust.

Frá því að Bankasýsla ríkisins hóf framangreint ferli hafa orðið breytingar á aðstæðum. Þannig stefnir í að kosningar til Alþingis verði haldnar nú í haust í stað næsta vors. Er því ljóst að fyrirhugað söluferli verður ekki eins og Bankasýsla ríkisins lagði upp með í byrjun og mun stofnunin því endurskoða það í samráði við stjórnvöld og Alþingi.

Telur stofnunin því rétt að fresta um ótilgreindan tíma ákvörðun um ráðningu ráðgjafa vegna söluferlis á eignarhlutum ríkisins í Landsbankanum hf. Ef þeir aðilar sem lýst hafa yfir áhuga á mögulegu ráðgjafarhlutverki óska eftir frekari upplýsingum um framvindu þessa máls er stofnunin reiðubúin að funda með þeim.