Beint į leišarkerfi vefsins
Fara į forsķšu

Ašalfundur Sparisjóšs Noršfjaršar - Fréttir

30.9.2010

Ašalfundur Sparisjóšs Noršfjaršar

Aðalfundur Sparisjóðs Norðfjarðar fyrir árið 2009 var haldinn 31. ágúst 2010. Á aðalfundinum kom fram að tap af starfsemi sjóðsins á árinu 2009 nam 182,5 milljónum. Ákveðið var að greiða ekki út arð árið 2010 vegna starfsemi ársins 2009.

Bankasýsla ríkisins fer með  49,5% eignarhlut í Sparisjóðnum og skipar tvo stjórnarmenn af fimm. Stjórnarmenn Bankasýslu ríkisins eru skipaðir  að tillögu Valnefndar Bankasýslu ríkisins. Á fundinum var ný stjórn skipuð og er Jón Einar Marteinsson nýr formaður stjórnar. Varaformaður er Guðrún Björg Birgisdóttir en hún er skipuð af Bankasýslunni.  Meðstjórnendur eru Hákon Björnsson, skipaður af Bankasýslunni, Guðmundur J. Skúlason og Sigurbjörg Hjaltadóttir. Varamenn eru Magnús Hilmar Helgason, Árný Björg Bergsdóttir, Guðný Bjarkadóttir, Freysteinn Bjarnason og Kristín Ágústsdóttir.

Guðrún Björg Birgisdóttir er lögfræðimenntuð frá Háskóla Íslands og Háskólanum í Miami í Bandaríkjunum. Hún hefur einnig setið námskeið til prófs í löggiltri verðbréfamiðlun og til öflunar héraðsdómslögmannaréttinda. Guðrún starfaði sem lögfræðingur hjá Logos frá 2000-2005. Hún var eigandi og starfandi lögmaður á Fides lögmannsstofu 2005-2006 og aðallögfræðingur Marel Food Systems hf frá 2006-2009. Guðrún starfaði sem lögmaður fyrirtækjaráðgjafar hjá Arion banka 2009-2010 og er nú eigandi og starfandi lögmaður hjá Logia ehf.

Hákon Björnsson er viðskiptafræðingur frá Háskóla Íslands. Hákon starfaði sem framkvæmdastjóri Dósagerðarinnar hf., frá 1975 til 1999 en þá tók hann við stöðu framkvæmdastjóra Kísiliðjunnar og gegndi henni til 1985. Á árunum 1985-1997 var hann framkvæmdarstjóri Áburðarverksmiðjunnar hf. Hákon var sérfræðingur hjá eignarhaldsfélaginu Alþýðubankanum frá 1997-1998. Hann var verkefnisstjóri hjá COD Technologies AS  í Noregi 2001-2007 og framkvæmdarstjóri Promeks AS í Noregi 2003-2005. Árið 2006-2007 starfaði Hákon sem verkefnisstjóri hjá Lágmúla 9 ehf og 2006-2010 var hann verkefnisstjóri Grímansfells ehf og Hótels Hafnafjarðar ehf við uppbyggingu á hóteli og hótelrekstri. Frá janúar 2010 hefur Hákon verið framkvæmdarstjóri Thorsil ehf.

Fundurinn ákvað að laun stjórnarformanns verði 80 þúsund og laun annarra stjórnarmanna 40 þúsund á mánuði fyrir árið 2010.

Endurskoðunarfélag var kosið KPMG hf.

Nánari upplýsingar veitir: Elín Jónsdóttir, forstjóri Bankasýslu ríkisins, sími 550-1700 / 856 5540