Beint į leišarkerfi vefsins
Fara į forsķšu

Eignir

Ķ kjölfar endurskipulagningar íslenska bankakerfisins hefur Bankasýslu ríkisins verið falið með vísan til 1. greinar laga nr. 88/2009 að fara með eignarhluti ríkisins í þeim fjármálafyrirtækjum sem ríkið eignast hluti í.
Með bréfi fjármálaráðherra dags 4. janúar 2010 var Bankasýslu ríkisins falið að fara með eignarhluti ríkisins í Arion banka, Íslandsbanka og Landsbankanum (NBI hf).

Žann 31. ágúst 2010 tók Bankasýslan við eignarhlut ríkissjóðs í Sparisjóði Norðfjarðar.  
Žann 16. desember 2010 var Bankasýslunni falið að fara með eignarhlut ríkissjóðs í Sparisjóði Bolungarvíkur og Sparisjóði Vestmannaeyja.
Žann 5. janúar 2011 var stofnuninni falið að fara með eignarhlut ríkissjóðs í Sparisjóði Svarfdæla og Sparisjóði Þórshafnar og nágrennis.
Žann 4. júlí 2013 sameinuðust Sparisjóður Svarfdæla og Sparisjóður Þórshafnar og nágrennis í Sparisjóð Norðurlands. 
Žann 30. júní 2014 sameinuðust Sparisjóður Bolungarvíkur og Sparisjóður Norðurlands undir heiti hins síðarnefnda.    
Žann 14. apríl 2015 var félagsformi breytt hjá Sparisjóði Norðfjarðar, sjóðnum var slitið og Sparisjóður Austurlands hf. stofnaður.
Žann 29. mars 2015 sameinuðust Landsbankinn og Sparisjóður Vestmannaeyja.
Žann 4. september 2015 sameinuðust Landsbankinn og Sparisjóður Norðurlands.