Beint á leiðarkerfi vefsins
Fara á forsíðu

Hluthafafundur Íslandsbanka - Fréttir

30.9.2010

Hluthafafundur Íslandsbanka

Hluthafafundur var haldinn í Íslandsbanka þann 23. september 2010. Á dagskrá fundarins var kosning stjórnar. Fyrir fundinum lágu tillögur um kosningu stjórnarmanns og varamanna vegna úrsagna úr stjórn. Bankasýsla ríkisins tilnefndi Kolbrúnu Jónsdóttur sem aðalmann í stjórn Íslandsbanka og Maríu E. Ingvadóttur sem varamann fyrir Kolbrúnu. ISB Holding tilnefndi Önnu Lilju Gunnarsdóttur sem varamann. Aðrir höfðu ekki boðið sig fram og var því lýst yfir að þær væru rétt kjörnar í stjórn Íslandsbanka.