Beint į leišarkerfi vefsins
Fara į forsķšu

Ašalfundur Arion banka fyrir įriš 2010 - Fréttir

25.3.2011

Ašalfundur Arion banka fyrir įriš 2010

Aðalfundur Arion banka fyrir starfsárið 2010 var haldinn 24. mars 2011.

Į aðalfundinum kom fram að hagnaður síðasta árs nam 12,6  milljörðum króna. Samþykkt var, með fyrirvara um samþykki Fjármálaeftirlitsins, að greiða íslenska ríkinu 6.5 milljarða króna og fá þess í stað víkjandi lán eða víkjandi skuldabréf að sömu fjárhæð frá íslenska ríkinu, í samræmi við samning á milli Kaupskila ehf., Kaupþings banka hf., íslenska ríkisins og Arion banka hf., dags. 30. nóvember 2009. Samningsaðilum var einnig gert kleift að komast að samkomulagi um annað greiðsluform en að ofan er lýst. Ekki verður greiddur út arður vegna ársins 2010 að öðru leyti.

Breytingar voru gerðar á samþykktum félagsins, en í þeim felst að nú er heimilt að boða til hluthafafundar með rafrænum hætti auk almennrar auglýsingar sem áður var eina boðunarleiðin. Einnig var ákveðið að til aðalfundar skyldi boðað með a.m.k. tveggja vikna fyrirvara í stað viku fyrirvara áður en þó er heimilt að boða aðalfund með einnar viku fyrirvara ef hluthafar sem ráða yfir a.m.k. 90% af hlutafé, samþykkja það fyrirfram skriflega. Stjórnarmenn skulu vera fimm til sjö í stað sex áður og varamenn jafnframt fimm til sjö. Sú breyting varð að endurskoðanda eða endurskoðendafélag skuli kjósa til fimm ára í stað eins árs áður. Áður voru það fjórir stjórnarmenn sem rituðu félagið fullkominni ritun en nú er það meirihluti stjórnar.

Bankasýslan fer með 13% eignarhlut ríkisins í Arion banka og tilnefnir einn stjórnarmann. Stjórnarmenn Bankasýslu eru skipaðir að tillögu Valnefndar Bankasýslu ríkisins. Af hálfu Bankasýslu ríkisins var Agnar Kofoed-Hansen tilnefndur í stjórn, en sem varamaður hans Sigurbjörn Gunnarsson. Aðrir stjórnarmenn eru Guðrún Johnsen, Jón G. Briem, Mans Höglund, Monica Caneman og Theodór S. Sigurbergsson. Aðrir varamenn eru Guðjón Ólafur Jónsson, Guðrún Björnsdóttir, Jóhannes Rúnar Jóhannsson, Una Eyþórsdóttir og Þóra Hallgrímsdóttir.

Agnar Kofoed-Hansen lauk grunnnámi í véla- og iðnaðarverkfræði frá Háskóla Íslands og meistaranámi í rekstrarverkfræði frá Danmarks Tekniske Universitet ásamt því að ljúka prófum í Sloan School of Management, M.I.T. Agnar starfar sem framkvæmdarstjóri fjármála hjá HRV ehf. Hann var áður framkvæmdarstjóri Greiðslumats ehf. (2007, 2008) og framkvæmdarstjóri SPRON Factoring hf. frá 2000-2007. Á árunum 1998-2000 var hann deildarstjóri og stjórnarmaður hjá Lánstrausti og þar á undan framkvæmdarstjóri hjá Upplýsingaþjónustunni ehf, eða frá 1994-1998. Agnar stofnaði Greiðslumat ehf. árið 1992 og starfaði þar sem framkvæmdarstjóri til 1994. Hann var forstöðumaður Verðbréfadeildar Kaupþings hf. á árunum 1989-1991 og forstöðumaður Lánasviðs Iðnaðarbanka Íslands hf.  á árunum 1987-1989.

Į fundinum var samþykkt tillaga stjórnar um óbreytta starfskjarastefnu fyrir Arion banka, þó  með viðbótarákvæði er segir að starfskjarastefnuna megi endurskoða oftar en árlega, svo sem vegna lagabreytinga og skuli þær breytingar þá lagðar fyrir hluthafafund.

Fundurinn ákvað að laun stjórnar yrðu óbreytt frá fyrra ári að öðru leyti en því að laun erlendra stjórnarmanna verði tvöföld og greitt verði sérstaklega fyrir nefndarstörf, að hámarki 150 þúsund á mánuði. Af hálfu Bankasýslu ríkisins var setið hjá við atkvæðagreiðslu um tillöguna.

Endurskoðunarfélag var kosið Ernst & Young hf. 

Nánari upplýsingar veitir: Elín Jónsdóttir, forstjóri Bankasýslu ríkisins,
sími: 550-1700/856 5540