Beint ß lei­arkerfi vefsins
Fara ß forsÝ­u

A­alfundur Sparisjˇ­s BolungarvÝkur fyrir ßri­ 2010 - FrÚttir

15.4.2011

A­alfundur Sparisjˇ­s BolungarvÝkur fyrir ßri­ 2010

Aðalfundur Sparisjóðs Bolungarvíkur fyrir starfsárið 2010 var haldinn föstudaginn 8. apríl 2011.

┴ aðalfundinum kom fram að hagnaður síðasta árs nam um 1,9 milljarði króna. Samkvæmt efnahagsreikningi nema eignir sparisjóðsins tæpum 5,2 milljörðum króna og er bókfært eigið fé í árslok 2010 538 milljónir króna. Eiginfjárhlutfall var í árslok um 16,18%.

Fjárhagslegri endurskipulagningu Sparisjóðs Bolungarvíkur lauk í september 2010. Samtals nam eftirgjöf skulda um 2.703 milljónum króna sem færðar voru til tekna.

Aðalfundur staðfesti ársreikning félagsins. Ákveðið var að tekjuafgangur yrði lagður í varasjóð.

Nokkrar breytingar voru gerðar á samþykktum Sparisjóðs Bolungarvíkur. Helstu breytingar eru þær að 9. gr samþykkta sparisjóðsins var breytt á þann veg að nú er óheimilt að veita lán sem tryggð eru með veði í stofnfjárbréfum útgefnum af sparisjóðnum en það var áður heimilt. Nýju ákvæði var bætt inn sem 15. gr samþykkta sparisjóðsins og tiltekur það breytingar á ráðstöfun hagnaðar, en þar segir m.a. að aðalfundur sparisjóðsins geti heimilað stjórn hans að ráðstafa allt að 50% hagnaðar til hækkunar á nafnverði stofnfjár í sjóðnum og arðgreiðslu til stofnfjáreiganda. Í 18. gr. nýju samþykktanna er frestur til boðunar aðalfundar lengdur í 14 daga en hann var áður 7 dagar. Einnig er kveðið skýrar á um hvernig fundarboði og upplýsingagjöf skuli háttað en í fyrri samþykktum. Í 20. gr. samþykktanna var bætt inn ákvæði um að fjalla skyldi um tillögu sparisjóðsstjórnar um starfskjarastefnu sparisjóðsins á aðalafundi. Gerð var breyting á hlutföllum stofnfjárhluta og stofnfjárhafa sem geta boðað til stofnfjárfundar, en nú geta 1/20 stofnfjáreigenda eða stofnfjáreigendur sem fara með minnst 1/20 hluta stofnfjár krafist þess að boðað verði til stofnfjárfundar. Áður þurfti stofnfjáreigendur sem fóru með minnst 1/3 hluta stofnfjár til að boða til fundar. Samþykkt var að fjölga varamönnum úr tveimur í fimm í 25. gr. samþykktanna. Í 41. gr. samþykktanna sem fjallar um slit sparisjóðsins og samruna var fellt út ákvæði um að sparisjóðnum væri einungis heimilt að sameinast öðrum sparisjóði.

Bankasýsla ríkisins fer með 90.9% eignarhlut ríkisins í Sparisjóði Bolungarvíkur og tilnefnir fjóra stjórnarmenn. Þeir eru skipaðir að tillögu Valnefndar Bankasýslunnar. Af hálfu Bankasýslu ríkisins voru Ragnar Birgisson, Sigrún E. Smáradóttir, Þorgeir Pálsson og Anna S. Jörundsdóttir skipuð í stjórn, varamenn þeirra eru Rögnvaldur Guðmundsson, María J. Rúnarsdóttir, Sigurjón K. Sigurjónsson og Gísli Jón Hjaltason. Fimmti stjórnarmaðurinn er Stefanía Birgisdóttir og er Runólfur K. Pétursson varamaður hennar.

Ragnar Birgisson útskrifaðist sem viðskiptafræðingur frá Háskóla Íslands árið 1976 og lauk MBA gráðu frá London Business School árið 1979. Ragnar hefur starfað hjá VJI ráðgjöf frá árinu 2010. Hann var framkvæmdarstjóri Icelandic Water Holdings ehf. á árunum 2006-2009 og meðeigandi í Skaptafelli ehf. árið 2005. Ragnar var forstjóri Skífunnar ehf. árin 2003-2004 og 1996-2000. Hann var aðstoðarforstjóri Norðurljósa hf. árið 2000 – 2003, forstjóri Opal hf. á árunum 1989-1996 og forstjóri Sanitas hf. á árunum 1979-1989. Ragnar var sérfræðingur í Hagdeild Landsbankans árið 1978 og framkvæmdarstjóri Sana hf. 1976-1977. Ragnar starfaði sem sérfræðingur í Áætlanadeild hjá Framkvæmdastofnun ríkisins árið 1975-1976.

Sigrún Elsa Smáradóttir lauk BSc námi í matvælafræði frá Háskóla Íslands árið 1996 og MBA námi frá sama skóla árið 2002. Sigrún Elsa situr nú í stjórn Jarðborana og stjórn Lánatryggingasjóðs kvenna auk þess að vera framkvæmdarstjóri Iceland Exclusive Travels. Sigrún Elsa var borgarfulltrúi í Reykjavík á árunum 2007 – 2010. Árið 2008 vann hún við ráðgjöf og var sölu- og markaðsstjóri hjá Austurbakka hf., síðar Icepharma á árunum 1996-2008.

Ůorgeir Pálsson útskrifaðist úr sjávarútvegshagfræði frá Nordland Distrikt Höyskole árið 1998. Hann lauk prófi í International Management frá Norwegian School of Management árið 1989 og lauk MBA námi frá Háskólanum í Reykjavík árið 2008. Þorgeir er eigandi Thorp ehf. og starfar þar sem framkvæmdarstjóri og rekstrarráðgjafi. Hann var framkvæmdarstjóri Atvinnuþróunarfélags Vestfjarða árin 2008-2010 og stjórnunarráðgjafi hjá IMG Ráðgjöf (nú Capacent) á árunum 2004-2006. Þorgeir var meðeigandi og framkvæmdarstjóri ICECON ehf. á árunum 2001-2004 og starfaði sjálfstætt við rekstrarráðgjöf 2000-2001. Hann var markaðsathugunarstjóri hjá Útflutningsráði Íslands (nú Íslandsstofa) frá 1991 – 1994 en þá tók hann við starfi forstöðumanns sjávarútvegssviðs. Á árunum 1989-1991 var hann aðstoðarmaður markaðsstjóra hjá Marel hf. og síðar sölustjóri yfir Bretlandi og Spáni.

Anna Sigríður Jörundsdóttir útskrifaðist með B.ed. úr Kennaraháskóla Íslands árið 2002 og stundar nú MBA nám við Háskóla Íslands. Anna Sigríður hefur starfað sem skrifstofustjóri fyrir Ósafl sf. frá árinu 2008. Hún starfaði sem kennari við grunnskóla Bolungarvíkur á árunum 1998-2002. Anna Sigríður hefur einnig unnið við bókahald og rekstur við eigin fyrirtæki frá 1987.

Fundurinn ákvað að laun stjórnarmanna yrðu óbreytt frá fyrra ári, kr. 59.500 á mánuði fyrir stjórnarmenn og 119.000 á mánuði fyrir stjórnarformann. Varamenn fá greiddar 24.500 kr. fyrir hvern setinn fund.

Endurskoðunarfélag var kosið Ríkisendurskoðun.

Nánari upplýsingar veitir: Elín Jónsdóttir, forstjóri Bankasýslu ríkisins, sími: 550-1700/856 5540