Beint ß lei­arkerfi vefsins
Fara ß forsÝ­u

A­alfundur Sparisjˇ­s SvarfdŠla fyrir starfsßrin 2009 og 2010 - FrÚttir

24.5.2011

A­alfundur Sparisjˇ­s SvarfdŠla fyrir starfsßrin 2009 og 2010

Aðalfundur Sparisjóðs Svarfdæla fyrir starfsárin 2009 og 2010 var haldinn þriðjudaginn 17. maí 2011.

┴ aðalfundinum kom fram að hagnaður síðasta árs nam um 135 milljónum króna en tap var á rekstrinum árið 2009 og nam það um 270 milljónum króna.

Fjárhagslegri endurskipulagningu Sparisjóðs Svarfdæla lauk í desember 2010. Samtals nam eftirgjöf skulda um 343 milljónum króna  króna sem færðar voru til tekna á árinu 2010.

Samkvæmt efnahagsreikningi námu eignir sparisjóðsins í árslok 2010 3,7 milljörðum króna og var bókfært eigið fé í árslok 280 milljónir króna. Eiginfjárhlutfall var um 10,5%. Sparisjóðurinn uppfyllir því ekki kröfu Fjármálaeftirlitsins um  16% eiginfjárhlutfall og starfar sjóðurinn því skv. undanþágu frá Fjármálaeftirlitinu. Í árslok 2009 voru eignir sparisjóðsins 4,2 milljarðar króna og bókfært eigið fé var neikvætt um 237 milljónir króna. Eiginfjárhlutfall var í árslok 2009 neikvætt um 15,2%.

Aðalfundur staðfesti ársreikning félagsins. Ákveðið var greiða ekki út arð vegna ársins 2010.

Bankasýsla ríkisins fer með 90% eignarhlut ríkisins í Sparisjóði Svarfdæla. Stjórnarmenn í Sparisjóði Svarfdæla eru Helga Björk Eiríksdóttir, formaður, Valdimar Snorrason, Kristján Pétur Kristjánsson, Þröstur Jóhannsson og Borghildur Freyja Rúnarsdóttir. Varamenn eru Óskar Óskarsson, Bára Höskuldsdóttir, Sigurlaug Stefánsdóttir, Svana Halldórsdóttir og Jón Ingi Sveinsson.

Helga Björk Eiríksdóttir er viðskiptafræðingur með MBA gráðu frá Háskólanum í Edinborg. Hún útskrifaðist með BA gráðu í ensku og ítölsku frá Háskóla Íslands 1997 og lauk prófi í hagnýtri fjölmiðlun 1999 frá sama skóla. Helga Björk lauk prófi í markaðs- og útflutningsfræði frá Endurmenntunarstofnun Háskóla Íslands 2002 og hefur lagt stund á verðbréfaviðskiptanám við Háskólann í Reykjavík.
Helga Björk starfar sem sjálfstæður ráðgjafi. Hún hafði umsjón með samskiptamálum fyrir skilanefnd og slitastjórn Kaupþings banka á árunum 2009 og 2010. Áður starfaði Helga Björk m.a. sem markaðs- og kynningarstjóri Nasdaq OMX Kauphallarinnar á Íslandi um átta ára skeið. Helga Björk hefur einnig starfað við fjölmiðla auk annarra starfa og var lengi starfsmaður Sparisjóðs Svarfdæla á Dalvík.

Kristján Pétur Kristjánsson er viðskiptafræðingur frá Háskólanum á Bifröst. Þá stundaði hann einnig nám í viðskiptum og lögfræði við Shanghai University í Kína. Kristján starfar hjá LS Finance, fyrirtækja- og fjármálaráðgjöf, Lögfræðistofu Suðurnesja. Áður en Kristján hóf störf hjá LS Finance árið 2009 starfaði hann sem sérfræðingur á viðskiptaþróunar- og fjármálasviði Geysis Green Energy eða frá árinu 2007. Þar á undan starfaði hann sem verkefnastjóri fjármálasviðs Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar.

Valdimar Snorrason er framkvæmdastjóri hjá Assa ehf og hefur setið í stjórn Sparisjóðs Svarfdæla frá árinu 2009.

Ůröstur Jóhannsson er menntaður skipstjóri og starfar sem slíkur. Þröstur hefur setið í stjórn Sparisjóðs Svarfdæla frá árinu 2009.

Borghildur Freyja Rúnarsdóttir er rekstrarfræðingur frá Háskólanum á Akureyri og hefur hlotið réttindi sem viðurkenndur bókari frá Háskólanum í Reykjavík. Borghildur Freyja starfar sem fjármálastjóri hjá Promens á Dalvík.

Fundurinn ákvað að laun stjórnarmanna yrðu óbreytt frá fyrra ári, kr. 50.000 á mánuði fyrir stjórnarmenn og 100.000 á mánuði fyrir stjórnarformann.

Endurskoðunarfélag var kosið Ríkisendurskoðun.

Nánari upplýsingar veitir: Elín Jónsdóttir, forstjóri Bankasýslu ríkisins, sími: 550-1700/856 5540