Beint ß lei­arkerfi vefsins
Fara ß forsÝ­u

Stjˇrn Bankasřslunnar skipar hŠfnisnefnd til a­ meta umsŠkjendur um starf forstjˇra - FrÚttir

18.11.2011

Stjˇrn Bankasřslunnar skipar hŠfnisnefnd til a­ meta umsŠkjendur um starf forstjˇra

Dr. Ásta Bjarnadóttir, vinnu- og skipulagssálfræðingur, hefur verið skipuð formaður hæfnisnefndar vegna ráðningar á forstjóra Bankasýslu ríkisins. Aðrir nefndarmenn eru dr. Friðrik Már Baldursson, hagfræðingur og Tryggvi Pálsson, hagfræðingur. Hæfnisnefndin mun móta vinnuferli fyrir mat á umsækjendum í samræmi við þær kröfur sem fram koma í auglýsingu um starf forstjóra Bankasýslunnar. Ferlið verður lagt fyrir stjórn Bankasýslunnar til samþykktar. Í kjölfarið mun nefndin framkvæma mat á hæfni umsækjenda sem m.a. mun styðjast við hæfismat FME fyrir stjórnendur og stjórnarmenn fjármálafyrirtækja. Mat nefndarinnar á hæfustu umsækjendum verður lagt fyrir stjórn Bankasýslunnar, sem tekur síðan ákvörðun um ráðningu forstjóra.

Nánari upplýsingar veitir Guðrún Ragnarsdóttir, stjórnarformaður Bankasýslu ríkisins,
áí síma 770-4121