Beint á leiđarkerfi vefsins
Fara á forsíđu

Nýir stjórnarmenn í Arion banka - Fréttir

8.1.2014

Nýir stjórnarmenn í Arion banka

Hluthafafundur var haldinn í Arion banka þann 18. desember 2013. Á fundinum voru kjörnir tveir nýir stjórnarmenn, Benedikt Olgeirsson og Björgvin Skúli Sigurðsson. Þeir koma inn í stjórn í stað Jóns G. Briem og Bjargar Arnardóttur, en hún var varamaður Freys Þórðarsonar sem hætti í stjórn fyrr á árinu þegar hann tók við framkvæmdastjórastöðu hjá Arion banka.