Beint į leišarkerfi vefsins
Fara į forsķšu

Vegna ašalfunda 2014 - Fréttir

26.2.2014

Vegna ašalfunda 2014

Bankasýsla ríkisins vekur athygli á því að aðilar sem áhuga hafa á að bjóða sig fram til setu í stjórnum þeirra fjármálafyrirtækja sem stofnunin fer með eignarhluti í geta skilað inn ferilskrá sinni hér á heimasíðu stofnunarinnar eða sent ferilskrá til valnefndar stofnunarinnar á netfangið valnefnd@bankasysla.is.

Valnefndin hefur það hlutverk að  tilnefna aðila fyrir hönd ríkisins til setu í bankaráðum eða stjórnum fyrirtækja á forræði Bankasýslu ríkisins. Stjórn stofnunarinnar óskar formlega eftir tilnefningum valnefndar um nýja stjórnarmenn fyrir stjórnarkjör í hlutaðeigandi bankaráðum eða stjórnum verði breytingar á stjórnarmönnum.

Valnefndin styðst við starfsreglur sem m.a. snúa að  hæfisskilyrðum stjórnarmanna.  Tekur nefndin m.a. mið af yfirsýn, þekkingu og reynslu í tengslum við fyrirtækjarekstur og starfshætti fjármálafyrirtækja.  Aðili, sem valnefndin tilnefnir sem stjórnarmann í fjármálafyrirtæki, skal jafnframt uppfylla hæfisskilyrði 52. greinar laga nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki.