Beint ß lei­arkerfi vefsins
Fara ß forsÝ­u

A­alfundur ═slandsbanka - FrÚttir

22.4.2014

A­alfundur ═slandsbanka

Aðalfundur Íslandsbanka fyrir starfsárið 2013 var haldinn þann 2. apríl sl.

┴ aðalfundinum kom fram að hagnaður síðasta árs nam 23,1 milljörðum króna. Samþykkt var að greiða út arð til hluthafa sem nemi allt að 40% af hagnaði ársins 2013. Lagt var til að í kjölfar aðalfundar verði  4,0 milljarðar króna greiddar í arð vegna rekstrarásins 2013, en að öðru leyti bætist hagnaðurinn við eigið fé bankans.

Fram kom að stjórn bankans muni mögulega boða til sérstaks hluthafafundar síðar á árinu þar sem lagðar verði fram tillögur um greiðslu arðs vegna rekstrarásins 2013 innan þeirra marka sem tillaga stjórnarinnar gerir ráð fyrir.

┴ fundinum var núverandi stjórn endurkjörin: Friðrik Sophusson, stjórnarformaður, Árni Tómasson, Neil Graeme Brown, Helga Valfells, Daniel Levin, John E. Mack, Marianne Økland, María E. Ingvadóttir og Þóranna Jónsdóttir, en María og Þóranna eru fulltrúar Bankasýslu ríkisins. Varamenn voru kjörnir Gunnar Fjalar Helgason, sem er fulltrúi Bankasýslu ríkisins, Jón Eiríksson og Svana Helen Björnsdóttir, sem er nýr varamaður.

┴ fundinum var samþykkt óbreytt þóknun til stjórnarmanna og starfskjarastefna var samþykkt óbreytt frá fyrra ári. Bankasýsla ríkisins sat hjá við atkvæðagreiðslu um starfskjarastefnu, en greiddi öllum öðrum tillögum atkvæða.  Deloitte hf. var kosið endurskoðunarfélag bankans til eins árs.