Beint á leiðarkerfi vefsins
Fara á forsíðu

Hluthafafundur Íslandsbanka hf. - Fréttir

21.12.2016

Hluthafafundur Íslandsbanka hf.

Hluthafafundur í Íslandsbanka hf. var haldinn þann 20. desember sl.

Eitt mál var á dagskrá fundarins sem var ákvörðun um greiðslu arðs.

Tillaga stjórnar kvað á um að hluthafi samþykkti greiðslu arðs vegna fyrri rekstrarára að fjárhæð 27 ma.kr. Var tillagan samþykkt af hluthafa.

Gjalddagi greiðslunnar er 28. desember nk. og verður greitt með afhendingu á ríkisskuldabréfum í flokki RIKH18 auk reiðufjár.

Nánari upplýsingar veitir Jón G. Jónsson, forstjóri Bankasýslu ríkisins, í síma 550-1700.