Beint á leiđarkerfi vefsins
Fara á forsíđu

Ný stjórn Bankasýslu ríkisins - Fréttir

17.8.2017

Ný stjórn Bankasýslu ríkisins

Fjármála- og efnahagsráðherra hefur skipað nýja stjórn Bankasýslu ríkisins.

Í stjórninni sitja Lárus L. Blöndal, hæstaréttarlögmaður, formaður, Margrét Kristmannsdóttir, framkvæmdastjóri, varaformaður og Almar Guðmundsson hagfræðingur. Varamaður er Egill Tryggvason, viðskiptafræðingur. Úr stjórn ganga þau Sigurjón Örn Þórsson og Hulda Dóra Styrmisdóttir.

Skipunartími stjórnar er tvö ár en skipunartími eldri stjórnar rann út í þessum mánuði.