Beint á leiðarkerfi vefsins
Fara á forsíðu

Sala á 13,0% eignarhlut íslenska ríkisins í Arion banka hf. - Fréttir

26.2.2018

Sala á 13,0% eignarhlut íslenska ríkisins í Arion banka hf.

Bankasýsla ríkisins hefur í dag lokið sölu á 13,0% hlut íslenska ríkisins í Arion banka hf. til Kaupskila ehf. í samræmi við ákvörðun fjármála- og efnahagsráðherra sl. föstudag. Söluandvirðið nam 23.452.703.837 kr.  

Þetta er fyrsta sala Bankasýslu ríkisins á eignarhlut íslenska ríkisins í viðskiptabanka. Bankasýsla ríkisins hefur áfram í umsýslu 100,0% eignarhlut í Íslandsbanka hf., 98,2% eignarhlut í Landsbankanum hf. og 49,5% eignarhlut í Sparisjóði Austurlands hf. 

Nánari upplýsingar gefur Jón G. Jónsson, forstjóri Bankasýslu ríkisins, í síma 550-1701. 

Tengill: 

Uppgjörsamningur milli Ríkissjóðs Íslands, Bankasýslu ríkisins, Kaupskila ehf. og Kaupþings ehf. dags. 26. febrúar 2018.