Beint á leiđarkerfi vefsins
Fara á forsíđu

Útbođ varđandi lögfrćđiráđgjafa - Fréttir

8.2.2021

Útbođ varđandi lögfrćđiráđgjafa

Bankasýsla ríkisins (BR) er umsjónaraðili með 100% eignarhlut íslenska ríkisins í Íslandsbanka hf. (Íslandsbanki), 99,8% hlut ríkisins í Landsbankanum hf. og 49,5% hlut ríkisins í Sparisjóði Austurlands hf. samkvæmt ákvæðum laga nr. 88/2009 um Bankasýslu ríkisins.

Í lögum nr. 155/2012 um sölumeðferð á eignarhlutum ríkisins í fjármálafyrirtækjum, fjárlögum ársins 2020 og 2021 liggur fyrir heimild til að selja eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka að fenginni tillögu BR sem barst fjármála- og efnahagsráðherra þann 17. desember sl. Að fengnum athugasemdum fjárlaganefndar, efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis sem og Seðlabanka Íslands, ákváð ráðherra þann 29. janúar 2021 að hefja sölumeðferð.

BR og Íslandsbanki áætla að ráða sameiginlega lögfræðiráðgjafa í tengslum við söluferli á bankanum. Annars vegar lögfræðiráðgjafa með sérþekkingu á íslenskum lögum, m.a. varðandi almennt útboð og skráningu hluta á skipulegum verðbréfamarkaði. Hins vegar lögfræðiráðgjafa með sérþekkingu á erlendum/alþjóðlegum lögum, m.a. er varða almennt útboð og skráningu hluta á skipulegan verðbréfamarkað þ. á m. varðandi bandarísk lög. Útboðslýsinguna má nálgast hér.

Útboð þetta fellur urndir lög nr. 120/2016 um opinber innkaup.

Ríkiskaup hefur umsjón með ferlinu. Skilafrestur er til 10. mars nk. kl. 13.00. Sjá eftirfarandi tengil:

Lögfræðiráðgjöf fyrir Bankasýslu Ríkisins / Legal advisors | Útboðsvefur (utbodsvefurinn.is)