Beint á leiðarkerfi vefsins
Fara á forsíðu

Íslandsbanki

Íslandsbanki var stofnaður í kjölfar neyðarlaganna þann 8. október 2008 til að halda utan um innlendar innstæður og meirihluta íslenskra eigna Glitnis. Bankinn var alfarið í eigu ríkisins fram til október 2009 er ríkið komst að samkomulagi við kröfuhafa (skilanefnd Glitnis) um að þeir eignuðust 95% eignarhlut í bankanum. Samkomulagið var gegn niðurfellingu skulda Íslandsbanka við Glitni og að eiginfjárframlag ríkisins gengi til baka að mestu en að ríkið ætti um 5% af hlutafé bankans eða 500 milljónir kr. að nafnvirði. Ríkið veitti bankanum stuðning við eiginfjár -og lausafjárstöðu bankans meðal annars í formi víkjandi láns að fjárhæð 25 milljarða kr.

Sem hluta af stöðugleikaframlagi kröfuhafa Glitnis var ríkinu afhentur 95,0% eignarhlutur í Íslandsbanka hf.

Í kjölfar skráningar og sölu á 35% eignarhlut í júní sl. og svo útboðs með tilboðsfyrirkomulagi þann 22. mars sl. á 22,5% eignarhlut fer íslenska ríkið með 42,5% eignarhlut í bankanum.

Bankaráð Íslandsbanka er skipað eftirtöldum einstaklingum. Finnur Árnason, formaður, Anna Þórðardóttir, Ari Daníelsson, Frosti Ólafsson, Guðrún Þorgeirsdóttir, Herdís Gunnarsdóttir og Tanya Zharov. Varamaður er Páll Grétar Steingrímsson.